Næsti félagsfundur 26. janúar kl. 17
Jan
26
5:00 PM17:00

Næsti félagsfundur 26. janúar kl. 17

Staðsetning fundarins er, eins og áður,  geðdeildarbygging Landspítala við Hringbraut, kennslustofa á 3. hæð.

Á fundinum verður sýnt myndband frá dáleiðsluráðstefnu í Bremen 2012 með Brian Alman sem lærði hjá Milton H. Ericson og er höfundur útbreiddrar sjálfsdáleiðslubókar, Self-Hypnosis. The Complete Manual for Health and Self-Change og bókarinnar The Voice.

 Myndbandið sem sýnt verður á fundinum heitir: The Voice for real “Wellness”: Exact Techniques. Þar lýsir Alman hvernig við getum stytt okkur leið í að finna okkar eigin rödd hvort sem það er mitt í erli og stressi hvunndagsins eða á mikilvægum andartökum þegar við þurfum að leggja okkur öll fram í íþróttaiðkun eða annarri frammistöðu. 

Self-hypnosis is meditiation with an active goal. Find your own voice, reinstate the oneness and wholeness with your experience. It gives you more confidence and courage.

Á þessa leið talar Alman meðal annars í myndbandinu og það verður spennandi að hlusta og gera æfingarnar saman og eiga um þær frjóar umræður. Vonandi sjá sem flestir sér fært að mæta og leggja jafnvel leið sína á vertshús á eftir og halda áfram að styrkja tengslin og ræða málin yfir góðum mat.

Það skal tekið fram að vegna lengdar myndbandsins verður fyrri helmingur þess sýndur sem er klukkutími að lengd og hægt að skoða hvort áhugasamir geti horft saman á seinni helminginn við tækifæri.

 

 

 

 

View Event →