Markmið Dáleiðslufélags Íslands er að kynna dáleiðslu almennt, félagsmenn þess og þjónustu þeirra. Að auki eru viðburðir kynntir sem tengjast starfi félagsins eða systursamtaka þess ásamt því að skapa aðgengi að félaginu og margvíslegu efni tengdu því.

Jafnframt er tilgangurinn að tryggja ímynd dáleiðslu og veita aðgang að þeim fagmönnum og þeirri þjónustu sem hægt er að treysta. Allir félagsmenn í Dáleiðslufélagi Íslands hafa langa háskólamenntun að baki og hafa hlotið löggildingu í einhverri þeirri heilbrigðisstétt sem fæst við að færa líðan fólks til betri vegar.